Blogg.is

Forsíða
Innskráning
Spurt og svarað
Nýskráning
Skilmálar

Spurt og svarað

Hér er að finna svör við algengum spurningum.

 • Hvað er blogg?
  Blogg eru pistlar sem skrifaðir eru reglulega á Vefnum. Stundum eru blogg persónuleg lýsing og þá einskonar dagbók. En oft er blogg almennt sem nútíma annáll og ræðir þá um það sem er að gerast í samfélaginu, vinnunni, pólitíkinni o.s.frv.
 • Hvað er Blogg.is?
  Blogg.is er vettvangur fyrir þá sem vilja halda úti persónulegu bloggi á íslensku á einfaldan máta. Ekki er leyfilegt að nota þjónustuna í atvinnuskyni. Þeim sem hafa áhuga er bent á skráningarsíðuna.
 • Hvað er RSS?
  RSS (Rich/RDF Site Summary) er einskonar útdráttur á XML-sniði af nýjasta efni hvers bloggs sem nýtist þeim sem nota RSS-lesara (e. aggregator) til að fylgjast með fréttaveitum og bloggum.
 • Er hægt að vista myndir í blogginu?
  Já, bloggarar geta vistað myndir til birtingar í bloggfærslum.
 • Geta margir verið saman með eitt blogg?
  Já, þú getur veitt öðrum skráðum notendum fullan eða takmarkaðan aðgang til að skrifa færslur í bloggið þitt. Blogg.is hentar því vel fyrir ýmiskonar hópblogg.
 • Kostar að vera með blogg á Blogg.is?
  Nei, það er ókeypis.
 • Eru birtar auglýsingar á bloggsíðunum?
  Nei.
 • Er aldurstakmark fyrir notendur?
  Gerð er sú krafa að sá sem skráður er fyrir blogginu og þar með ber ábyrgð á því sé orðin 18 ára. Þeir sem eru yngri geta þó samt sem áður verið með blogg ef þeir fá annan sem uppfyllir skilyrðin til að skrá bloggið og veita sér svo aðgang að því. Þeir þurfa þá fyrst að hafa skráð sig sem notendur.
 • Hvers vegna var lokað fyrir bloggið mitt?
  Líklegasta ástæðan er sú að þú varst ekki að nota það til að blogga heldur til einhvers annars, t.d. til að auglýsa píramídastarfsemina sem þú stendur í eða til að bjóða búslóðina til sölu.
 • Hver er ungfrú Blogg.is?
  Katrín.is var krýnd ungfrú Blogg.is árið 2002 í viðtali í Fókus (sept. 2002). Síðan þá hefur engin önnur verið krýnd í hennar stað svo gera verður ráð fyrir að hún sé ennþá ungfrú Blogg.is.

Ef þú finnur ekki svarið við spurningunni þinni hér þá endilega sendu okkur hana tölvupósti á webmaster@blogg.is.

BLOGG.is © 2002-2023 · Kerfisblogg · Spurt og svarað · Leiðbeiningar · Knúið með WP