Eina konan sem nýtur þess heiðurs að skreyta íslenskan peningaseðil er Ragnheiður Jónsdóttir, annáluð hannyrðakona á sautjándu öld. Þessi pistill fjallar um hana. Ragnheiður fæddist árið 1646 og var dóttir hjónanna Jóns Arasonar og ... · 21/6 2014 · 1 ummæli
Ef marka má prjónauppskriftir og prjónaumfjöllun síðustu ára skal nota þá eina rétta aðferð við handprjón: Slétt lykkja skal vera slétt og brugðin lykkja skal og vera slétt. Samt eru til margar aðrar aðferðir og er því jafnvel ... · 3/11 2013 · 3 ummæli
Ég hef aldrei nokkur tíman kunnað neitt með saumavél að fara, svona í sannleika sakt var ég farin að efast um að ég myndi nokkurtíman sauma neitt að ráði. Mamma er rosalega flink að sauma, og við höfum skipt þessu mjög jafnt á milli ... · 17/7 2013
Svo ég tengi fyrirsögnina: Ég er tossi þegar kemur að því að skilja skýringarmyndir! Hef fyrir löngu sjálfgreint mig með átakanlegan skort á rýmisgreind (sem fyrir daga greiningarfræðanna miklu hét rúmskynjun). Ekki skrítið í því ... · 19/6 2013 · 3 ummæli
Þessi færsla er framhald af hinni fyrri um tvöfalt prjón. Að prjóna út letur með tvöföldu prjóni Einfalda meginaðferðin, þ.e. að einbeita sér að sléttu lykkjunum í munstri og bakgrunnslit og passa alltaf að prjóna „brugðna ... · 12/4 2013 · 1 ummæli
Það er fullt af kennsluefni um tvöfalt prjón á Vefnum en mér þótti sjálfri óþægilegt að í því er prjónað með „ensku prjóni“ sem er talsvert ólíkt þeirri aðferð sem flestir Íslendingar nota í prjóni. Svo ég ákvað að ... · 11/4 2013 · 12 ummæli
Hvorki útsaumaðir né útprjónaðir vettlingar eru sérlega gömul hefð hér á Íslandi. Hér á eftir er gerð grein fyrir því helsta sem um þetta er vitað. Ísaumaðir rósavettlingar Jónas Jónasson segir í Íslenskum þjóðháttum: ... · 6/4 2013 · 11 ummæli
Svo skemmtilega vill til að elsta prjónles sem fundist hefur á Íslandi er einmitt vettlingur: Árið 1981 fannst sléttprjónaður einþumla belgvettlingur í uppgreftri að Stóru-Borg undir Austur-Eyjafjöllum. Hann er líklega frá fyrri ... · 2/4 2013 · 4 ummæli
Stundum heyrir maður talað um tölvuleikjafíkla og netklámfíkla. En nethannyrðafíkn er ekki eins viðurkennd. Samt þekki ég margar konur sem eiga erfitt með að slíta sig úr hannyrðaskoðun á netinu. Sjálf missi ég mig gang på gang í að ... · 21/11 2012 · 4 ummæli
Elstu ritheimildir um prjón hér á landi er að finna í skjölum Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hólum. Þar segir: af landskylldum giort j Suarf(ad)ardals vmbodum med Vrda jordum og Socku. anno 1582 j fardogum. burt golldit j kaupgiolld og ... · 29/9 2012
Til eru nokkur gömul málverk sem sýna Maríu mey prjóna. Þessi málverk eru fyrst og fremst heimild um að prjón hafi þekkst á dögum málaranna og á þeirra heimaslóðum. En auðvitað eru þessar myndir líka heimild um kyrtilinn saumlausa ... · 23/9 2012
Þennan fingravettling átti Svíinn Sten Svantesson Sture. Hann var af stórmennum kominn því faðir hans var Svante Stensson Sture, ríkismarskálkur, greifi, fríherra og á tímabili landstjóri yfir Eistlandi. Svante var og vinur konungs, Eiríks ... · 20/9 2012
Í þessari færslu er einkum fjallað um prjónaðan eistneskan vettling frá 13. öld en einnig gerð lítilsháttar grein fyrir eistneskum og lettneskum vettlingum. Vodíski vettlingurinn í Eistlandi Lítil prjónapjatla fannst í uppgreftri í ... · 18/9 2012 · 2 ummæli
Saga hannyrða er eitt af áhugamálum mínum. Miðað við heimsóknir á bloggið og vefsíður um efnið (oftast gegnum Google-leit) er nokkur hópur sem hefur einnig áhuga á þessu. Færslan verður fléttuð í vefinn Saga prjóns síðarmeir. Mér ... · 12/9 2012
Ég hef lengi ætlað að blogga um munstur, sérstaklega áttblaðarós, sem margir virðast halda að sé séríslenskt munstur, til vara norrænt munstur, en er í rauninni alþjóðlegt munstur. Heitið á þessu munstri er dálítið misvísandi ... · 7/9 2012 · 6 ummæli